Andri Már Rúnarsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Tveir leikir fóru fram í 13.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag þar sem þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni. Í fyrri leik dagsins tapaði Haukur Þrastarson og félagar í Rhein-Neckar Lowen gegn Fuchse Berlín með þremur mörkum á heimavelli 30-33 eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik 15-15. Í seinni leik dagsins unnu Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar í Hamburg sannfærandi sigur á Andra Má Rúnarssyni og félögum í Erlangen. Haukur skoraði fimm mörk fyrir Löwen og átti fimm stoðsendingar. Mathias Gidsel var óstöðvandi með Berlínar-liðinu og skoraði hvorki fleiri né færri en 12 mörk í leiknum. Eftir tapið í dag er Löwen í 10. sæti deildarinnar með 12 stig úr 13 leikjum en Fuchse Berlín fór með sigurinn upp í þriðja sætið með 20 stig. Í Hamburg höfðu heimamenn forystu nánast allan leikinn og voru fimm mörkum yfir í hálfleik 16-11. Hamburg vann að lokum átta marka sigur 34-26. Andri Már Rúnarsson var markahæstur í liði Erlangen með átta mrök en Daninn Casper Mortensen var markahæsti leikmaður vallarsins með ellefu mörk úr tólf skotum. Viggó Kristjánsson lék ekki með Erlangen í dag en hann er að glíma við meiðsli á læri og þá var Einar Þorsteinn Ólafsson ekki í leikmannahópi Hamburgar í leiknum. Hamburg fer upp fyrir Rhein Neckar Lowen með sigrinum og fer upp í 9.sæti deildarinnar með 13 stig. Erlangen eru áfram í 12.sæti deildarinnar með tíu stig að loknum 13 leikjum. Úrslit dagsins:
RN Lowen - Fuchse Berlín 30-33
Hamburg - Erlangen 34-26

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.