Bjarki Már frá vegna meiðsla
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bjarki Már Elísson (Ayman Aref / NurPhoto via AFP)

Athygli vakti að Bjarki Már Elísson var ekki í leikmannahópi Veszprém í sigri liðsins gegn norsku meisturunum í Kolstad á heimavelli í 8.umferð Meistaradeildar Evrópu. Veszprém unnu leikinn sannfærandi 42-34.

Sigvaldi Björn Guðjónsson hægri hornamaður Kolstad og íslenska landsliðsins var ekki með í leiknum vegna meiðsla eins og Handkastið greindi frá í vikunni.

Bjarki Már staðfesti í samtali við Handkastið að hann hafi tognað á kálfa á æfingu liðsins á mánudaginn.

,,Við vonumst til að þetta sé bara smávægilegt og ég geti spilað með liðinu gegn Sporting í Meistaradeildinni eftir tvær vikur. Það verður hinsvegar að koma í ljós á næstu dögum. Tognun á kálfa getur verið brögðótt og brellin," sagði landsliðsmaðurinn, Bjarki Már Elísson í samtali við Handkastið.

Veszprém eru í 3.sæti B-riðils í Meistaradeildinni með 10 stig. Þremur stigum á eftir Álaborg og sex stigum á eftir Fuchse Berlín.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 28
Scroll to Top