Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg ((Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)
9.umferðin í Meistaradeild karla hefst í dag með þremur leikjum en allir leikir keppninnar eru sýndir í beinni á Livey. Tveir leikir hefjast klukkan 17:45 og einn klukkan 19:45 þegar Eurofarm Pelister og Magdeburg mætast. Álaborg og Nantes mætast klukkan 17:45 og á sama tíma mætast Kielce og Dinamo Bucuresti í Póllandi. Fimm leikir fara fram í 9.umferðinni á morgun. Litlar breytingar urðu á lista yfir tíu markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar en einungis Nedim Remili færðist um sæti en hann fór úr 9.sætinu og upp í 7.sætið frá síðustu umferð. Ómar Ingi Magnússon er áfram fimmti markahæsti leikmaður keppninnar með 56 mörk. Handkastið hefur tekið saman tíu markahæstu leikmenn keppninnar eftir 8.umferðina.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.