Fer franski landsliðsmarkvörðurinn til Berlínar?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Charles Bolzinger (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Franski landsliðsmarkvörðurinn, Charles Bolzinger er orðaður við þýska meistaraliðið Füchse Berlin og gæti farið þangað sumarið 2026, samkvæmt erlendum fjölmiðlum.

Bolzinger, sem verður 25 ára í desember hefur vakið mikla athygli með liði Montpellier, er talinn einn efnilegasti markvörður Frakka um þessar mundir. Erlendir miðlar greina frá því að hann hafi átt viðræðum við Berlínarliðið að undanförnu

Tilefnið er talið vera óvissa um framtíð serbneska markvarðarins Dejan Milosavljev, sem hefur staðið frábærlega í marki Fuchse Berlínar og var lykilmaður hjá liðinu er liðið varð þýskur meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins og fór alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar.  Hann þykir eftirsóttur af nokkrum stórliðum og hefur hann verið orðaður við pólska stórliðið Kielce. Hann er sagður líklegur til að yfirgefa félagið eftir tímabilið.

Komi Bolzinger til Füchse Berlin myndi hann mynda markvarðapar með hinum unga Þjóðverja Lasse Ludwig, sem hefur fengið aukið hlutverk á þessu tímabili og átt marga flott leiki. Füchse Berlin hefur verið í harðri samkeppni í þýsku deildinni síðustu ár og gæti liðið því fengið sterkan liðsstyrk í Bolzinger ef af samningi verður.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top