Breki Hrafn Árnason - Arnór Máni Daðason (Kristinn Steinn Traustason)
Íslands- og bikarmeistarar Fram leika sinn lokaleik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í dag gegn norsku deildarmeisturunum í Elverum. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og er sýndur í beinni á Livey. Framarar eru enn í leit af sínu fyrsta stigi í riðlakeppninni en liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum til þessa gegn Porto tvívegis, HC Kriens tvívegis og einu sinni gegn Elverum. Athygli vekur að Fram hefur fengið flest mörk á sig allra liða í riðlakeppninni hingað til, 192 mörk samtals, sem gerir rúmlega 38 mörk á sig að meðaltali. Í síðasta leik Fram gegn Porto fékk liðið á sig 44 mörk í, 44-30 tapi liðsins í Portúgal. Rúmenska liðið, Potaissa Turda hefur fengið næst flest mörk á sig, 190 en þeir fá franska liðið, St. Raphael í heimsókn í lokaumferðinni í dag.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.