Sjóðheitur Grgic í liði umferðarinnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Marko Grgic - Flensburg-Handewitt (Michael Hundt / dpa Picture-Alliance via AFP)

14.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar lauk í fyrradag þegar að þrír leikir áttu sér stað. Áfram er íslendingalið Magdeburg taplaust og situr á toppi deildarinnar með 25 stig. Í gær gaf Dakin handball út lið 14.umferðar og er það eftirfarandi:

Sergey Hernandez(Magdeburg)

Sergey Hernandez markvörður íslendingaliðs Magdeburg átti góðan leik þegar lið hans sigraði Minden. Sergey varði 16 skot í leiknum sem samsvaraði 44,4% markvörslu.

Vincent Büchner(Eisenach)

Vincent Büchner vinstri hornarmaður Eisenach átti góðan leik þegar lið hans gerði jafntefli við Kiel. Vincent skoraði 5 mörk úr 5 skotum auk þess að hafa gefið 1 stoðsendingu í leiknum.

Julian Köster(Gummersbach)

Julian Köster vinstri skytta Gummersbach átti góðan leik þegar lið hans gerði jafntefli við Flensburg. Julian skoraði 7 mörk og gaf 4 stoðsendingar í leiknum.

Marko Grgic(Flensburg)

Marko Grgic leikmaður Flensburg átti frábæran leik þegar lið hans gerði jafntefli við lærisveina Guðjóns Vals í Gummersbach. Marko skoraði 13 mörk og gaf 4 stoðsendingar í leiknum.

Franz Semper(Leipzig)

Franz Semper hægri skytta Leipzig átti góðan leik er lið hans gerði sterkt jafntefli við Hannover. Franz skoraði 6 mörk úr 7 skotum í leiknum.

Lukas Zerbe(Kiel)

Lukas Zerbe hægra hornamaður Kiel góðan leik þegar lið hans gerði jafntefli við Eisenach. Lukas skoraði 7 mörk úr 8 skotum í leiknum.

Justus Fischer(Hannover)

Justus Fischer línumaður Hannover átti góðan leik þegar lið hans gerði jafntefli við Blæ Hinriks og félaga í Leipzig. Justus skoraði 7 mörk í leiknum auk þess að hafa gefið 1 stoðsendingu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 22
Scroll to Top