Reyna að fá reynslu mikinn landsliðsmann aftur heim
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Niclas Kirkelökke (Patrick Süphke / dpa Picture-Alliance via AFP)

Danska úrvalsdeildarfélagið, Fredericia sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfaði þar til á þessu tímabili er hann fékk stígvélið er sagt vera reyna fá danska landsliðsmanninn, Niclas Kirkelökke til sín fyrir næsta tímabil.

Kirkelökke er 31 árs danskur landsliðsmaður sem hefur unnið til fimm verðlauna með danska landsliðinu á stórmótum og síðast gull á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Hann er á sínu öðru tímabili með Flensburg eftir að hafa leikið með Rhein-Neckar Löwen á árunum 2019-2024.

Fredericia eru í bullandi fallbaráttu í dönsku úrvalsdeildinni liðið er með einungis níu stig eftir 14 umferðir og eru í 11.-13. sæti deildarinnar af 14 liðum.

Erlendir gárungar halda því fram að viðræður milli Fredericia og Kirkelökke eigi sér stað þessa dagana en þó sér enn langt í land að Kirkelökke gangi í raðir félagsins þó svo að danska félagið sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá til sín danska landsliðsmanninn.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 37
Scroll to Top