Fyrstu mótherjar Íslands á EM hita upp gegn Færeyjum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ítalía (Alessandro Tocco / NurPhoto via AFP)

Íslenska karlalandsliðið hefur leik á EM 16.janúar næstkomandi gegn Ítölum en Ísland er í riðli með Ítalíu, Póllandi og Ungverjum á Evrópumótinu sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Ítalarnir ætla að undirbúa sig fyrir mótið með tveimur æfingaleikjum gegn Færeyjum í Færeyjum, en þjóðirnar leika tvenna æfingaleiki 9. og 11. janúar sem fram fara í Þjóðarhöllinni í Færeyjum, við Tjarnir. 

Handkastið hafði áður greint frá því að íslenska landsliðið tekur þátt í fjögurra liða æfingamóti í París í aðdraganda EM en Ísland mætir þar Slóveníu 9.janúar. Sigurvegarnir úr þeim leik mæta síðan sigurvegurunum úr leik Frakklands og Austurríki á meðan þjóðirnar sem tapa fyrri leikjunum mætast innbyrgðis.

Snorri Steinn Guðjónsson valdi á dögunum 35 manna hóp Íslands fyrir EM en hann gerir ráð fyrir því að velja 18 manna lokahóp sinn fyrir Evrópumótið 18.desember næstkomandi.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top