Haukur atkvæðamestur í Íslendingaslag
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Haukur Þrastarson (Kadir Caliskan / Middle East Images via AFP)

Þrír leikir fóru fram í dag í 16.umferð þýsku úrvaldeildarinnar, þegar einn Íslendingaslagur var á dagskrá.

Fyrsti leikur dagsins fór fram í Uni-Halle þegar Bergischer bauð Eisenach í heimsókn. Leikurinn byrjaði þannig að liðin voru nánast óaðskiljanleg og voru jöfn járn í járn alveg fram að lok fyrri hálfleiks. Þá náði Bergischer þriggja marka forystu sem þeir fóru með inn til búningsherbergja.

Seinni hálfleikur var nokkuð sveiflukenndur. Eisenach náði að minnka muninn, síðan náði Bergischer aftur að auka hann og svo gekk þetta fram og til baka. Undir lokin sýndu Bergischer meiri styrk og unnu leikinn 27–26. Atkvæðamesti leikmaður leiksins var Oskar Joelsson í liði Eisenach með 7 mörk skoruð og gaf 3 stoðsendingar.

Seinni leikur dagsins fór fram í Flensburg þegar heimamenn buðu Füchse Berlin í heimsókn. Leikurinn var jafn og spennandi alveg frá fyrstu mínútu. Bæði lið skiptust á að leiða leikinn en staðan þegar lið gengu til búningsherbergja var 22-22. Seinni hálfleikur var rosalega sveiflukenndur. Flensburg sýndi mikinn kraft og komust á tímapunkti 5 mörkum yfir, Berlin náði að minnka muninn en Flensburg svaraði alltaf með að auka forystuna. Undir lokin náðu Berlin að ná að komast alveg á hæla Flensburg en of skammur tími var eftir og endaði leikurinn með eins marks sigri Flensburg 40-39. Atkvæðamesti leikmaður leiksins var Simon Pytlick með 11 mörk og 1 stoðsendingu.

Síðasti leikur dagsins var íslendingaslagur þegar Haukur Þrastar og félagar í Rhein-Neckar Löwen buðu Elliða Snæ og Teiti Erni ásamt félögum þeirra í Gummersbach í heimsókn í SAP Arena. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi þar sem liðin vildu ekki skilja hvort annað í friði. Staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja var 19-18 Löwen í vil. Seinni hálfleikurinn þróaðist á svipaðan hátt, en þegar leið á leikinn nýttu sér tækifæri sín betur og náðu að byggja smá forskot. Gummersbach reyndi að halda í við og minnka muninn en gátu það ekki. Löwen hélt dampi og vann að lokum tveggja marka sigur 34-32. Atkvæðamesti leikmaður leiksins var Haukur Þrastarson með 8 mörk og 5 stoðsendingar.

Úrslit dagsins:

Bergischer-Eisenach 27-26

Flensburg-Füchse Berlin 40-39

Rhein-Neckar Löwen-Gummersbach 34-32

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top