Einar Baldvin íþróttamaður ársins hjá Aftureldingu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Einar Baldvin Baldvinsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Markvörðurinn, Einar Baldvin Baldvinsson er íþróttamaður ársins hjá Aftureldingu árið 2025. Þetta tilkynnti félagið nú rétt í þessu.

Einar Baldvin gekk til liðs við Aftureldingu sumarið 2024 eftir þriggja ára veru hjá Gróttu.

,,Hann stimplaði sig strax inn í hóp Aftureldingar sem barðist um titla á öllum vígstöðum leiktímabilið 2024-2025. Liðið komst í final 4 í Powerade bikarkeppninni, endaði í þriðja sæti í deildarkeppninni og datt út í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn eftir eftirminnilegt einvígi við Val. Einar Baldvin var valinn besti markmaður tímabilsins í Olís deildinni og var valinn í lið ársins," segir meðal annars í tilkynningunni frá Aftureldingu.

Einar Baldvin var nýlega valinn í 35 manna landsliðshóp Íslands fyrir Evrópumótið og er í æfingahóp landsliðsins fyrir EM sem þriðji markvörur íslenska landsliðsins.

,,Einar Baldvin er án vafa einn af betri markmönnum Íslands um þessar mundir og hefur sýnt það og sannað í búningi Aftureldingar á yfirstandandi leiktímabili. Auk þess að vera frábær leikmaður innan vallar er Einar Baldvin einnig frábær leikmaður utan vallar. Einar Baldvin æfir eins og atvinnumaður, er mjög metnaðarsamur og stefnir alltaf hærra."

,,Einar Baldvin er hvetjandi, kurteis og faglegur og ber mikla virðingu fyrir klúbbnum og menningu klúbbsins. Einar er fyrirmynd í einu og öllu og hefur í dag tekið að sér mikilvægt leiðtogahlutverk í liðinu ásamt öðrum eldri leikmönnum. Einar hefur tekið að sér að þjálfa markmenn í yngri flokkum Aftureldingar og er ungum iðkendum félagsins ávallt innan handar og tilbúin að aðstoða í einu og öllu," segir enn frekar í tilkynningunni frá Aftureldingu er það var kunngjört að Einar Baldvin hafi verið valinn íþróttamaður ársins hjá Aftureldingu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 60
Scroll to Top