Enn einn sigur gulldrengjanna í Þýskalandi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland 2008 (HSÍ)

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann lokaleik sinn á Sparkassen Cup í Þýskalandi nú rétt í þessu er liðið vann sannfærandi þrettán marka sigur á Hollandi 31-18. Ísland var 17-11 yfir í hálfleik.

Þar með er ljóst að íslensku strákarnir undir stjórn Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Andra Sigfússonar unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppni mótsins. Liðið er þar með komið í undanúrslit mótsins.

Patrekur Smári Arnarsson og Freyr Aronsson voru markahæstir í leiknum í dag með fimm mörk. Brynjar Narfi Arndal skoraði fjögur. Sigurður Atli Ragnarsson, Kári Steinn Guðmundsson og Antons Frans Sigurðsson skoruðu þrjú mörk hver. Ómar Darri Sigurgeirsson og Logi Finnsson skoruðu tvö mörk hvor. Örn Kolur Kjartansson, Ragnar Hilmarsson, Bjarki Snorrason og Kristófer Tómas Gíslason skoruðu síðan eitt mark hver.

Sigurmundur Gísli Unnarsson varði 10 skot í marki Íslands en hann stóð í markinu allan leikinn.

Um er að ræða sigursælan árgang sem vann til gullverðlauna á Ólympíuhátíð æskunnar í sumar og eru miklar væntingar gerðar til liðsins. Meðal annars var Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari íslenska landsliðsins í þjálfarateymi liðsins síðasta sumar. Hann er þó ekki á staðnum að þessu sinni enda í fullum undirbúningi fyrir Evrópumótið sem hefst í janúar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 64
Scroll to Top