2008 Ísland (HSÍ)
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum fæddum árið 2008 og síðar vann Austurríki, 32-20 í öðrum leik á Sparkassen Cup æfingamótinu sem haldið er í Þýskalandi. Sigurinn var öruggur eins og lokatölur gefa til kynna en íslenska liðið leiddi 15-9 í hálfleik. Freyr Aronsson var markahæstur í íslenska liðinu með 9 mörk en næstur kom Alex Unnar Hallgrímsson með 7 mörk. Ísland mætir Hollandi klukkan 14:20 í dag. Mörk Íslands: Freyr Aronsson 9 mörk, Alex Unnar Hallgrímsson 6, Anton Frans Sigurðsson 4, Logi Finnsson 3, Brynjar Narfi Arndal 3, Bjarki Snorrason 2, Kári Steinn Guðmundsson 2, Patrekur Smári Arnarsson 1, Ragnar Hilmarsson 1. Varin skot: Anton Máni Francisco Heldersson 13, 40%

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.