Norðurlöndin: Íslendingar í eldlínunni í Svíþjóð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elín Klara Þorkelsdóttir (MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)

Fjögur Íslendingalið áttu leik í kvöld í sænsku karladeildinni og kvennadeildinni. Efsta liðið kvenna megin vann góðan útisigur meðal annars.

Sävehof vann frábæran og mjög svo öruggan sigur á útivelli gegn Kungälvs, 21-35. Elín Klara Þorkelsdóttir var frábær sem fyrr og var besti maður vallarins en hún skoraði sjö mörk úr sjö skotum þar af eitt úr víti og bætti við tveimur stoðsendingum. Liðið heldur toppsæti deildarinnar en Sävehof hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum.

Kristianstad unnu góðan heimasigur á Skuru, 33-26 en sigurinn var gríðarlega mikilvægur þar sem Skuru er í sætinu fyrir ofan en nú munar bara einu stigi á liðunum en Kristianstad er í sætinu fyrir neðan úrslitakeppni eða níunda sætinu. Berta Rut Harðardóttir átti erfitt uppdráttar en hún skoraði eitt mark úr fjórum skotum.

Karla megin unnu Karlskrona flottan heimasigur á Hallby, 30-28 en Arnór Viðarsson átti fínan leik í liði heimamanna en þrátt fyrir slæma nýtingu var hann duglegur að finna liðsfélaga sína. Hann endaði með tvö mörk úr fimm skotum en bætti við fjórum stoðsendingum. Karlskrona í áttunda sæti deildarinnar eftir leik kvöldsins.

Amo þurfti því miður að lúta í lægra haldi þegar þeir mættu í heimsókn til Västerås og mættu VästeråsIrsta. Lokatölur urðu 34-32 fyrir heimamenn. Arnar Birkir Hálfdánsson átti vondan dag í liði gestanna en hann skoraði eitt mark úr sex skotum og gaf eina stoðsendingu. Amo féll úr topp 8 eftir leikinn og sitja í tíunda sætinu.

Úrslit kvöldsins:

Kungälvs 21-35 Sävehof

Kristianstad 33-26 Skuru

Karlskrona 30-28 Hallby

VästeråsIrsta 34-32 Amo

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 14
Scroll to Top