Engin svaka pressa að spila fyrir framan 40 manns
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Björgvin Páll Gústavsson (Baldur Þorgilsson)

Það er yfirleitt mikil umræða um íslenska karla landsliðsins á hverju ári í kringum stórmót og þar kemur nafn Björgvins Páls Gústavssonar yfirleitt upp. Fólk hefur skoðanir á því hverjir eiga að vera í íslenska landsliðinu og margir undrast á því að í marki Íslands sé fertugur markvörður Vals ár eftir ár.

Í síðasta landsliðsverkefni Íslands valdi Snorri Steinn þrjá markmenn í verkefnið. Björgvin Páll var spurður út í það í viðtali við Handkastið hvort sú ákvörðun Snorra Steins hafi komið honum á óvart og eitthvað haft áhrif á hann?

,,Ég set spurningarmerki við það í hvert einasta skipti hvort ég sé kominn á endastöð, hvort ég sé nægilega góður. Með fullri virðingu fyrir deildinni hér heima þá er ég ekkert að koma úr brjálæðislega erfiðum leikjum. Það er engin svaka pressa fyrir framan 40 manns í stúkunni. Það er munur að fara úr leik gegn miðlungsliði í Olís-deildinni í leik gegn Þýskalandi,” sagði Björgvin Páll sem er á leið á sitt 19. stórmót með íslenska landsliðinu í janúar en Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson mynda markvarðarpar íslenska landsliðsins á EM. Karlalandsliðið kemur saman til æfinga 2.janúar.

,,Þetta snýst um að ég standi mig inn á vellinum og ég hef sagt það við Snorra að ef ég stend mig vel þá er ég klár,” sagði Björgvin Páll meðal annars í viðtalinu sem hægt er að sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 13
Scroll to Top