Norðurlöndin: Sigrar hjá Íslendingunum í Svíþjóð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Einar Bragi Aðalsteinsson (Raggi Óla)

Síðustu leikir ársins í Svíþjóð fóru fram í kvöld þegar meðal annars þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni.

Í kvennadeildinni unnu Skara góðan útisigur á Skövde, 23-26 en Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði eitt mark úr tveimur skotum. Skara situr í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig, fjórum stigum á eftir Sävehof.

Karla megin voru tvö Íslendingalið með leik í kvöld. Kristianstad heldur toppsæti deildarinnar en þeir unnu góðan heimasigur á Alingsås, 29-24. Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði fjögur mörk úr sex skotum. Liðið með 28 stig í efsta sæti deildarinnar.

Sävehof unnu nauman og flottan útisigur á meisturunum í Ystad, lokatölur 27-28 fyrir gestina frá Gautaborg. Birgir Steinn Jónsson skoraði tvö mörk úr þremur skotum fyrir gestina. Þeir sitja í fjórða sæti deildarinnar og eru í flottum málum hvað varðar topp 8 og úrslitakeppnissæti.

Úrslit kvöldsins:

Skövde 23-26 Skara

Kristianstad 29-24 Alingsås

Ystad 27-28 Sävehof

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 7
Scroll to Top