Efast um að Hrannar hafi barist gegn ákvörðun stjórnarinnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arnar Daði Arnarsson (Sævar Jónasson)

Arnar Daði Arnarsson ræddi brottrekstur sinn sem aðstoðarþjálfara karlaliðs Stjörnunnar í nýjasta þætti Handkastsins en honum var sagt upp á fundi með stjórnarmönnum Stjörnunnar á Þorláksmessu.

Þar var Arnar Daði spurður að því hvort hann hafi eitthvað heyrt í Hrannari Guðmundssyni þjálfara Stjörnunnar eftir brottreksturinn og hvort hann haldi að Hrannar hafi reynt að hafa áhrif á ákvörðun stjórninnar og viljað halda honum áfram sem aðstoðarþjálfara liðsins.

,,Ég hef ekkert heyrt í Hrannari eftir þetta nema að ég hringdi í hann strax eftir fundinn og þá vissi hann af þessu. Það símtal var ekki nema 5-6 mínútur annars hef ég ekkert heyrt í honum eftir það. Ég held að Hrannar hafi ekki barist gegn þessari ákvörðun enda veit ég ekkert hvort hann hafi verið í stöðu til þess.”

,,Það sem ég hef heyrt er að honum var tilkynnt að þetta væri ákvörðunin. Hvort Hrannar sé feginn að honum hafi ekki verið sagt upp heldur aðstoðarþjálfarinn og verið kannski þá erfitt fyrir hann að berjast gegn því ef stjórnin vildi taka einhverja ákvörðun og ákvörðunin er sú að reka aðstoðarþjálfarann en ekki þjálfarann. Þannig ég veit ekki hvort hann sé í einhverri stöðu til að vera á móti þessari ákvörðun. En ég efast um að hann hafi barist gegn þessari ákvörðun,” sagði Arnar Daði.

Kristinn Björgúlfsson sem var gestur þáttarins benti á að Hrannar hljóti að hafa vitað af þessari ákvörðun áður en fundurinn var haldinn?

,,Ég er auðvitað bara aðkomumaður í þessu félagi og ég verð að treysta því sem ég heyri frá öðrum og þriðja aðila. Hrannar sagði mér að honum hafi verið tilkynnt þessi ákvörðun stjórnar rétt áður en fundurinn hófst. Það er að segja að stjórnin myndi leggja það til að ég myndi hætta sem aðstoðarþjálfari karla liðsins og færi yfir á kvennaliðið.”

,,Mín tilfinning er sú að þessir menn sem mættu á þennan fund voru með það í huga að það yrði lendingin. Menn voru ekki undirbúnir fyrir það að ég myndi segja nei. Það sem mér finnst líka allt í lagi að komi fram er að þetta var ekki gert í samráði við Hönnu Guðrúnu þjálfara meistaraflokks kvenna né meistaraflokksráð kvenna. Þetta var einfaldlega formaðurinn og ég veit ekki hvort Vilhjálmur Halldórsson sem framkvæmdastjóri deildarinnar hafi verið með í ráðum. Þetta verður kómískara og kómískara því oftar sem maður talar um þetta,” sagði Arnar Daði meðal annars.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 47
Scroll to Top