Ágúst Þór Jóhannsson (
Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari karlalið Vals var valinn þjálfari ársins af íþróttafréttamönnum nú rétt í þessu. Ágúst Þór varð Evrópumeistari, Íslandsmeistari og Deildarmeistari með kvennaliði Vals á síðasta ári sem var einmitt valið lið ársins nú fyrir stundu. Undir stjórn Ágústs Þórs vann kvennalið Vals 41 leik í röð og báru höfuð og herðar yfir önnur kvennalið á landinu undanfarin ár. Ágúst Þór hætti með kvennalið Vals í vor en fór þó ekki langt því hann tók við karlaliði Vals og situr með þá á toppi Olísdeildarinnar nú um áramótin. Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íra í fótbolta voru í sætunum á eftir Ágústi í valinu í kvöld.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.