Donni dregur sig úr landsliðinu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kristján Örn Kristjánsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Kristján Örn Kristjánsson, Donni hefur dregið sig úr landsliðshópi A landsliðs karla og mun því ekki taka þátt á komandi Evrópumóti. Kristján Örn varð fyrir meiðslum í október með félagsliði sínu og talið var að hann myndi ná sér af þeim meiðslum fyrir EM.

Við skoðun læknateymis landsliðsins er ljóst að meiðslin eru alvarlegri en áður var talið og að áframhaldandi þátttaka í undirbúningi og keppni á EM sé ekki raunhæf á þessum tímapunkti. Í samráði við leikmanninn, læknateymi landsliðsins og forráðamenn félagsliðs hans hefur því verið tekin sú ákvörðun að Kristján Örn dragi sig úr landsliðshópnum til að einbeita sér að fullum bata,” segir í tilkynningunni frá HSÍ.

Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í gær og æfði í Safamýrinni í dag.

Það verður áhugavert að sjá hvað Snorri Steinn gerir í kjölfarið en hann var með fimm örvhenta leikmenn í 18 manna leikmannahópi sínum.

Í viðtölum í gær sagði Snorri við fjölmiðla að engin meiðsli væri að plaga leikmennina fyrir utan Þorstein Leó Gunnarsson sem er 19.maður í hópnum vegna meiðsla sinna.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 78
Scroll to Top