Teitur Örn Einarsson (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Teitur Örn Einarsson leikmaður Gummersbach var ánægður að vera kominn heim og byrjaður að æfa með landsliðinu þegar Handkastið hitti hann á fyrstu æfingu landsliðssins síðasta föstudag. Teitur Örn var á dögunum orðaður við Wetzlar en Rúnar Sigtryggsson tók við stjórnartaumunum hjá þeim undir lok síðasta árs. Hann vildi ekki gefa mikið fyrir þær fréttir sem bárust á dögunum þegar Handkastið spurði hann út í það. ,,Það er ekki komið neitt á skrið og ég hafði ekki heyrt neitt um þetta þegar ég las þetta á Instagram með morgunkaffinu." Teitur sagði þó að einhver áhugi væri til staðar frá Wetzlar en ekkert meira en það að svo stöddu. Allt viðtalið við Teit má sjá hér að neðan:

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.