Ísland spilar í Frakklandi næsta föstudag
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland ((Kristinn Steinn Traustason)

Íslenska karlalandsliðið kom saman til æfinga í fyrsta sinn í gær í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst 15.janúar. Fyrsti leikur Íslands á EM fer fram föstudagskvöldið 16.janúar gegn Ítalíu í Kristianstad í Svíþjóð.

Áður en EM hefst tekur Ísland þátt í fjögurra liða æfingamóti í París í Frakklandi ásamt Slóveníu, Austurríki og Frakklandi.

Ísland leikur þar gegn Slóveníu föstudaginn 9.janúar og mætir síðan annað hvort Frakklandi eða Austurríki 11.janúar en sigurvegarar úr fyrri viðureign mótsins mætast á meðan þær þjóðir sem töpuðu fyrri leiknum mætast.

Annar leikur Íslands á mótinu fer fram 18. janúar þegar liðið mætir Póllandi og loks 20. janúar mætir liðið Ungverjalandi í lokaleik riðilsins. Tvö efstu liðin í riðlinum fara í milliriðil.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 40
Scroll to Top