Ítalía (Alessandro Tocco / NurPhoto via AFP)
Þær þjóðir sem taka þátt á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku eru farnar að undirbúa sig með æfingaleikjum og halda áfram næstu daga. Meðal annars léku Ítalir í kvöld gegn Rúmeníu en Ítalir verða fyrstu andstæðingar Íslands í Kristianstad á Evrópumótinu, föstudaginn 16.janúar. Ítalir unnu Rúmena með minnsta mun, 35-34 á heimavelli í kvöld. Ítalir voru þremur mörkum yfir í hálfleik 20-27 en þeir höfðu undirtökin allan leikinn. Simone Mengon var markahæstur í liði Ítalíu í kvöld og Daniel Stanciuc var markahæstur í liði Rúmeníu. Ítalir sem leika undir stjórn Bob Hanning lék hluta leiksins með fjóra leikmenn fyrir utan en Misha Kaufmann, fyrrum þjálfari Eisenach og núverandi þjálfari Stuttgart hefur verið þekktur fyrir að spila með fjóra leikmenn fyrir utan. Simone Mengon markahæsti leikmaður Ítalíu er einmitt leikmaður Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni. Ítalir ferðast næst til Færeyja og leika tvo vináttuleiki gegn Færeyjum um næstu helgi. Tveir aðrir leikir fóru fram í dag. Tékkland vann eins marks sigur á Austurríki, 29-30 en þetta var fyrsti leikur Iker Romero sem þjálfara Austurríkis en hann tók við liðinu síðast sumar. Þá vann Slóvenía þrettán marka sigur á Aroni Kristjánssyni og hans mönnum í Kuwait, 36-23. Ísland mætir einmitt Slóveníu í París í Frakklandi á föstudaginn í fyrsta æfingaleik sínum fyrir Evrópumótið.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.