Teitur Örn Einarsson (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Teitur Örn Einarsson leikmaður Gummersbach var valinn í lokahóp Íslands sem hornamaður að þessu sinni og sagði að valið hafi bæði komið sér á óvart og ekki. ,,Ég er búinn að vera að spila sem hornamaður hjá Gummersbach í vetur þannig að því leiti þá kom valið kannski ekki eins á óvart" sagði Teitur Örn í viðtalið við Handkastið. Honum líst mjög vel á að spila horn sóknar og vera bakvörður varnarlega. ,,Ég hef alltaf passað uppá að æfa hornið með því ég er kannski ekki stærasta skyttan svo það er gott að hafa þennan möguleika í rassvasanum og ég hef mjög gaman af því að slást í vörninni, sérstaklega í landsliðstreyjunni." Allt viðtalið við Teit má sjá hér að neðan:

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.