Adam hefur fengið samningstilboð frá Þýskalandi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Adam Thorstensen (Sævar Jónasson)

Handkastið greindi frá því fyrir áramót að Adam Thorstensen, markvörður Stjörnunnar hafi farið á reynslu til þýska B-deildarfélagsins VFL Lubeck. Adam var í viðtali við MBL á dögunum þar sem hann staðfesti að hann væri kominn með samning í hendurnar frá félaginu.

Adam varð samningslaus við Stjörnuna í sumar en endursamdi til eins árs. Hann rennur því út af samningi við Stjörnuna í sumar og geta félög bæði hér heima og erlendis byrjað að ræða við hann.

Adam segir að háar uppeldisbætur gætu hindrað för sína til Lubeck en málið sé í vinnslu innan þýska félagsins.

„Ég fór út á æfingar til þeirra og það gekk bara ógeðslega vel og þeir hafa mikinn áhuga á að fá mig. Ég hef verið í miklu sambandi við liðið eftir æfingarnar en eina vesenið núna er að það þarf að borga háar uppeldisbætur fyrir mig, Lubeck er að reyna að finna út úr því, það er helst að standa í veginum núna. Svo bara sjáum við hvað ég geri ef málið verður leyst, ég er ekki búinn að ákveða neitt. Þeir eru búnir að bjóða mér samning og ég tek ákvörðun varðandi hvort ég fari út þegar þetta orðið er meira raunverulegt," sagði Adam í samtali við MBL.

Adam missti af byrjun tímabilsins hjá Stjörnunni vegna höfuðmeiðsla en var kominn aftur á völlinn undir lok síðasta árs. Stjarnan er í 8.sæti Olís-deildarinnar með 10 stig eftir 15 umferðir en deildin fer aftur af stað í byrjun febrúar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 23
Scroll to Top