Birkir Snær var stórkostlegur í Eyjum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Birkir Snær Steinsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Birkir Snær Steinsson var besti leikmaðurinn á vellinum í sigri Hauka á ÍBV í 6.umferð Olís-deildar karla síðasta sunnudag. Haukar unnu ÍBV með tíu marka mun og jöfnuðu Aftureldingu á toppi deildarinnar með sigrinum.

Haukar taka á móti Stjörnunni í stórleik 7.umferðarinnar í kvöld klukkan 19:30 en sá leikur er sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

Birkir Snær var valinn í Cell-tech lið 6.umferðar Olís-deildar karla hér á Handkastinu fyrir frammistöðu sína í leiknum en í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í Sjónvarpi Símans var farið yfir frammistöðu Birkis í leiknum gegn ÍBV.

Hægt er að sjá brot af tíu mörkum Birkis og umræðuna um hans leik úr Handboltahöllinni hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top