Króatíski markvörðurinn sagður vera á leið til Magdeburg
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dominik Kuzmanovic (Damir SENCAR / AFP)

Króatíski markvörðurinn, Dominik Kuzmanovic er sagður vera búinn að skrifa undir samning við Evrópumeistarana í Magdeburg.

Kuzmanovic er á sínu öðru ári hjá þýska liðinu Gummersbach þar sem hann hefur leikið undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar.

Kuzmanovic gekk í raðir Gummersbach frá króatíska liðinu Nexe en segja má að hann hafi slegið í gegn á Heimsmeistaramótinu í heimalandi sínu í janúar á þessu ári er Króatía fór alla leið í úrslitaleikinn undir stjórn Dags Sigurðssonar.

Nú er því haldið fram að næsti áfangastaður króatíska markvarðarsins verði Magdeburg.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 25
Scroll to Top