Ómar Ingi Magnússon (Andreas Gora / AFP)
Fimm leikir fóru fram í 6.umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem fimm Íslendingar voru í eldlínunni. Óvæntustu úrslit kvöldsins voru án efa sigur danska liðsins, GOG á PSG í París 34-36. Íslendingarnir í Magdeburg unnu sannfærandi sigur á Eurofarm Pelister 36-26 þar sem Ómar Ingi Magnússon fór á kostum og skoraði tíu mörk úr tíu skotum. Gísli Þorgeir skoraði eitt mark og Elvar Örn Jónsson þrjú mörk. Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Veszprém á heimavelli er liðið tapaði gegn þýsku meisturunum í Fuchse Berlín 31-32 en Fuchse Berlín voru meira og minna með góða forystu allan leikinn. Fuchse Berlín skoruðu fimm af síðustu sex mörkum leiksins. Viktor Gísli kom lítið við sögu í sigri Barcelona á gömlu liðsfélögum Viktors í Wisla Plock í Póllandi í kvöld. Barcelona hafði mikla yfirburði í leiknum og vann öruggan tíu marka sigur 24-34. Úrslit dagsins:
A-riðill:
Dinamo Bucuresti - Kielce 24-28
Veszprém - Fuchse Berlín 31-32
B-riðill:
PSG - GOG 34-36
Magdeburg - Eurofarm Pelister 36-26
Wisla Plock - Barcelona 24-34

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.