Mathias Gidsel - Füchse Berlin (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Þýsku meistarnir í Fuchse Berlin urðu fyrir miklu áfalli er Fabian Wiede sleit krossband í hægra hné og mun ekki spila meira á þessum tímabili. Fabian Wiede varð fyrir meiðslunum í vikunni er liðið vann Veszprém í 6.umferð Meistaradeildarinnar í Ungverjalandi. Wiede meiddist strax á tíu mínútu leiksins. Þjálfari Berlínarliðsins og íþróttastjórinn, Nicolej Krickau segir þetta mikið áfall fyrir liðið. Fuchse Berlín eru í baráttunni á mörgum stöðum og eru að missa mikilvægan leikmann í Wiede sem er þeim mikilvægur á báðum endum vallarins. Fuchse Berlín fær Einar Þorstein Ólafsson og félaga í Hamburg í heimsókn í dag í þýsku úrvalsdeildinni. Berlínarliðið er með 14 stig að loknum níu leikjum á meðan Hamburg er með níu stig eftir jafn marga leiki.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.