Viggó Kristjánsson - HC Erlangen (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
Landsliðsmaðurinn, Viggó Kristjánsson leikmaður Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins fimm mínútna leik með félagsliði sínu þegar liðið mætti Lemgo um helgina. Lemgo vann leikinn 25-24. Viggó skoraði eitt mark á þessum fimm mínútum áður en hann yfirgaf völlinn og kom ekkert aftur inná. Johannes Sellin, þjálfari Erlangen sagði í viðtali eftir leik að Viggó hafði fundið fyrir í læri fyrir leik. Viggó Kristjánsson staðfesti meiðslin í samtali við Handkastið nú rétt í þessu. ,,Í fljótu bragði er ég að vonast til að þetta hafi ekki verið neitt alvarlegt og ég verði orðinn klár aftur í næstu viku. Ég fann aðeins til í lærinu og tók því enga sénsa,” sagði landsliðsmaðurinn, Viggó Kristjánsson í samtali við Handkastið. Viggó hefur verið stórkostlegur með Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og er á meðal markahæstu leikmanna deildarinnar. Erlangen er í 11.sæti deildarinnar með tíu stig að loknum 12 leikjum. Það má því reikna með því að Viggó missi af útileik gegn Einari Þorsteini Ólafssyni og félögum í Hamburg í næstu umferð. 28. nóvember fær síðan liðið, Stuttgart í heimsókn en Viggó lék með Stuttgart á sínum tíma.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.