Telja Ómar Inga líklegastan til að verða markahæstan á EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ómar Ingi Magnússon ((Kristinn Steinn Traustason)

Íslenska landsliðið í handbolta hefur leik á Evrópumótinu í handbolta þann 16.janúar næstkomandi þegar liðið mætir Ítölum í Kristianstad í Svíþjóð.

Veðbankinn Coolbet býður upp á ýmsa markaði til að gera leikinn skemmtilegri í kringum mótið og einn þeirra er hver verður markahæstur Íslendinga á mótinu.

Ómar Ingi Magnússon er talinn líklegastur að vera markahæstur á stuðlinum 1.85 en hann mun eflaust byrja á vítapunktinum.

Félagi hans í hægri skyttunni Viggó Kristjánsson er talinn næst líklegastur til að vera markahæstur á stuðlinum 4 en hann er ansi líklegur til að taka við vítapunktinum ef Ómari Inga bregst bogalistin.

Í þriðja sæti er Óðinn Þór Ríkharðsson á stuðlinum 7.5 en hann mun sitja um hægra hornið nánast einn þar sem Sigvaldi Guðjónsson var ekki valinn í lokahópinn að þessu sinni.

Það er því óhætt að segja að líkurnar á því að örvhentur leikmaður verði markahæstur hjá Íslendingum á þessu móti.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 22
Scroll to Top