Arnar Daði Arnarsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Arnari Daða Arnarssyni var sagt upp sem aðstoðarþjálfara karlaliðs Stjörnunnar í Olís-deild karla í hádeginu á Þorláksmessu. Arnar Daði er hinsvegar áfram á samningi hjá félaginu sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og sem yngri flokka þjálfari hjá félaginu. Arnar Daði er staddur á Spáni í fríi með fjölskyldu sinni um þessar mundir en hringt var í hann í nýjasta þætti Handkastsins þar sem hann var spurður út í brottreksturinn. ,,Ég var kallaður á fund í hádeginu á Þorláksmessu með formanni handknattleiksdeildar, framkvæmdastjóra félagsins og fjármálstjóra félagsins og ég hélt fyrst að það væri eitthvað verið að fara skoða fjárhagsstöðuna hjá mér. En þá er mér tilkynnt það að þeir vildu hrista upp í hlutunum og spurðu mig sex vikum eftir að ég hafi neitað að taka við kvennaliði félagsins hvort ég væri ekki spenntur fyrir því að fara alfarið yfir í kvennaliðið og þeir myndu finna nýjan þjálfara með Hrannari með karlaliðið,” sagði Arnar Daði er hann var spurður út í það hvernig þetta atvikaðist. Næst var Arnar spurður hvort hann meti það þannig að stjórnin hafi fundist hann vera ástæðan fyrir slæmu gengi Stjörnuliðsins í vetur, sem aðstoðarþjálfari liðsins. ,,Já að einhverjuleiti er hægt að segja það. Það er erfitt fyrir mig að koma þessu yfir í einhverju orð. Fólk hefur haft mikinn áhuga á þessu og þetta hefur verið á milli tannana á fólki en já, þegar maður er rekinn þá hlýtur maður að vera vondi kallinn í einhverju sem er í gangi. Ég leit á þetta þannig þó svo að þeir hafi verið að reyn fegra þetta með því að segja að þeir væru ekki ósáttir heldur vildu þeira hrista upp í hlutunum. Þeim fannst góð hugmynd að ég færi alfarið yfir á kvennaliðið og myndi þar af leiðandi hætta með karlaliðið. Þetta var ekki betri pæling en það að það eru ekki nema sex vikur síðan ég neitaði að taka við kvennaliðinu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar af því að ég var í miðju verkefni með karlaliðið. Það er eins og það hafi gleymst í þessum lokaða hópi sem tók þessa ákvörðun.” Stymmi greip þá inní og lét hlustendur vita af því að hann hafi heyrt bæði í formanni og framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar Stjörnunnar sem ýttu því báðir frá sér að tjá sig um málið. Báðir héldu því fram að Arnari Daða hafi ekki verið sagt upp heldur var þetta tilfærsla í starfi og á sama tíma var Stymma óskað gleðilegra jóla. Stymmi spurði Arnar Daða næst að því hvort hann hafi heyrt eitthvað í fyrrum samstarfsmanni sínum, Hrannari Guðmundssyni þjálfara Stjörnunnar eftir brottreksturinn og hvort Hrannar hafi verið á sama máli og stjórnin eða hvort hann hafi barið í borðið og reyndi að halda Arnari Daða áfram. Ítarlegra viðtal við Arnar Daða má heyra í upphaf nýjasta þáttar Handkastsins.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.