Hvar endar Hákon Daði?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hákon Daði Styrmisson (Photo by Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)

Það velta því margir fyrir sér hvað sé að frétta af félagaskiptum Hákons Daða Styrmissonar leikmanns Eitracht Hagen í þýsku B-deildinni en Hákon Daði er á heimleið núna í janúar eftir veru sína í Þýskalandi undanfarin ár.

Ástæðan er sú að Hákon Daði og kærasta hans, eiga von á sínu fyrsta barni og vilja vera á Íslandi fyrstu mánuði barnsins.

Frá fyrsta degi orðrómsins var Hákon Daði sterklega orðaður við Val en í kjölfar meiðsla Jakobs Inga Stefánssonar, leikmanns ÍBV sem sleit krossband var Hákon Daði allt í einu orðinn líklegur að ganga í raðir uppeldisfélags síns. 

Handkastið hefur litlar upplýsingar fengið um stöðu mála en sögusagnirnar eru nokkrar.

Ein af þeim er sú að Hákon Daði er með tilboð á borðinu frá ÍBV um að leika með félaginu út tímabilið. Tilboð sem Hákon Daði á erfitt með að segja nei við. En á sama tíma flækir þetta fjölskyldumálin hjá Hákoni sem sá fyrir sér að flytja á höfuðborgarsvæðið.

Hákon Daði hafði samband við nokkur félög á höfuðborgarsvæðinu og eina félagið sem sýndi Hákoni áhuga var Valur enda missti félagið Úlfar Pál Monsa Þórðarson seint í sumar til Alkaloid í Norður-Makedóníu og hefur ekki fyllt hans skarð. Línumaðurinn, Andri Finnsson hefur spilað vinstra hornið mestmegnis í vetur og gert það vel.

Samkvæmt heimildum Handkastsins á Hákon Daði fund með stjórnarmönnum Vals um helgina. Vonast Valsmenn til að sannfæra Hákon um að semja við félagið á langtíma samning.

Það hlýtur að skýrast á allra næstu dögum hvar Hákon Daði spilar í það minnsta út tímabilið en keppni í Olís-deild karla hefst aftur eftir Evrópumótið í byrjun febrúar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 35
Scroll to Top