Janus Daði Smárason (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Strákarnir okkar í íslenska karla landsliðinu hefja formlegan undirbúning fyrir Evrópumótið í dag er liðið kemur saman á sína fyrstu æfingu. Fyrsti leikur Íslands á Evrópumótinu fer fram föstudagskvöldið 16.janúar er Ísland mætir Bob Hanning og félögum í Ítalíu. Evrópumótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og fer fram dagana 15. janúar til 1. febrúar. Riðill Íslands er leikinn í Kristianstad í Svíþjóð en auk Ítalíu mætir Ísland, Póllandi og Ungverjalandi. Íslenska landsliðið ferðast til Frakklands 8.janúar en liðið leikur tvo æfingaleiki í æfingamóti í París 9. og 11. janúar. Þann fyrri gegn Slóveníu. Seinni leikurinn verður annað hvort gegn Austurríki eða Frakklandi. Á morgun, laugardaginn 3. janúar verður opin æfing fyrir almenning, þar sem gestum gefst kostur á að mæta og fylgjast með æfingu íslenska landsliðsins. Æfingin hefst kl. 10:30, en salurinn opnar 10–15 mínútum fyrr. Æfingu lýkur kl. 12:00 og að henni lokinni gefst almenningi kostur á að fá áritanir og taka myndir með leikmönnum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.