Stjarnan í viðræðum við leikmann Hvíta Riddarans
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hvíti Riddarinn (Raggi Óla)

Samkvæmt heimildum Handkastsins er Stjarnan á eftir leikmanni Hvíta Riddarans í Grill66-deild karla en Stjarnan leitar af styrkingu fyrir liðið eftir áramót.

Er Stjarnan í viðræðum við Afturelding um að fá Aron Val Gunnlaugsson sem leikið hefur með Hvíta Riddaranum, venslaliði Aftureldingar í Grill66-deildinni í vetur. Í liði Hvíta Riddarans hefur hann skorað manna mest á tímabilinu eða 83 mörk talsins í 13 leikjum.

Aron Valur hefur verið í leikmannahópi Aftureldingar í Olís-deild karla í fimm leikjum í vetur og skorað eitt mark. 

Er Stjarnan í leit að styrkingu á sínum leikmannahópi eftir að stjórn félagsins sagði samningi sínum við Ungverjann, Rea Barnabás upp eftir lokaleik Stjörnunnar gegn FH fyrir áramót og þá varð ljóst á Þorláksmessu að Ólafur Brim Stefánsson myndi yfirgefa félagið um áramótin og ganga í raðir félags á Ítalíu.

Stjarnan er í 8.sæti Olís-deildarinnar með tíu stig en aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, Arnari Daða Arnarssyni var tilkynnt fyrir jól að ekki yrði óskað eftir starfskröftum hans eftir áramót hjá liðinu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 72
Scroll to Top