Guðjón Valur stýrði æfingu hjá Grill66-deildarliði Gróttu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Guðjón Valur Sigurðsson (Grótta)

Grótta vekur athygli á því á samfélagsmiðlum sínum að Gróttumaðurinn, Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni hafi stýrt æfingu meistaraflokks karla liðs Gróttu í gærkvöldi.

Guðjón Valur er í fríi á Íslandi um þessar mundir og mætti meðal annars á leik hjá 4.flokki karla í vikunni en Grótta greindi einnig frá því á samfélagsmiðlum sínum.

,,Gróttumaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson kom í heimsókn í Hertz-höllina í kvöld. Hann stýrði æfingu meistaraflokks karla og fengu allir þjálfarar yngri flokka félagsins að fylgjast með æfingunni. Eftir æfinguna spjallaði Guðjón Valur við þjálfarana í hátíðarsalnum þar sem hann fór yfir sína nálgun í þjálfun. Fjölmargar spurningar komu frá þjálfurum enda Guðjón Valur hafsjór af þekkingu. Við þökkum Guðjóni Val kærlega fyrir að gefa sér tíma til að koma á æskuslóðirnar og óskum honum góðs gengis í komandi verkefnum í Gummersbach," segir í færslu Gróttu.

Guðjón Valur er á sínu sjötta ári með lið Gummersbach í Þýskalandi en hann tók við liðinu í þýsku B-deildinni. Liðið er um þessar mundir í 6.sæti í bestu deild heims í dag.

Lið Gróttu er í 2.sæti Grill66-deildarinnar með jafn mörg stig og Víkingur en sjö leikir eru eftir af tímabilinu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 57
Scroll to Top