Sverrir Eyjólfs ráðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sverrir Eyjólfsson (Þorgils G.)

Sverrir Eyjólfsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Stjörnunni út yfirstandandi tímabil. Stjarnan tilkynnir þetta á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu.

Sverrir tekur við starfi Arnars Daða Arnarssonar sem hafði verið aðstoðarþjálfari Hrannars Guðmundssonar frá því í maí 2024. Arnari Daða var tilkynnt það á fundi með stjórn Stjörnunnar á Þorláksmessu að ekki yrði óskað eftir starfskröftum hans sem aðstoðarþjálfari liðsins áfram.

,,Sverrir er öllu Stjörnufólki vel kunnugur, bæði sem fyrrverandi leikmaður og fyrir störf sín innan félagsins, og kemur inn í teymið með mikla reynslu, þekkingu og sterka tengingu við Stjörnuna" segir í tilkynningunni frá Stjörnunni en Sverrir kom Fjölni upp úr Grill66-deildinni tímabilið 2023/2024 en hætti með liðið í kjölfarið. Hann lék lengi með meistaraflokki Stjörnunnar.

Stjarnan er í 8.sæti Olís-deildar karla með átta stig eftir 15 umferðir. Gera má ráð fyrir því að Sverrir stýri æfingum Stjörnuliðsins í janúar en þjálfari Stjörnunnar, Hrannar Guðmundsson er í verkefni með karla landsliði Íslands á Evrópumótinu í Svíþjóð.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 22
Scroll to Top