Einkunnir Íslands: Frábær fyrri hálfleikur í París
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Orri Freyr Þorkelsson 8 ((Kristinn Steinn Traustason)

Íslenska landsliðið lék gegn Slóveníu í dag í fyrri æfingaleik sínum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið í fjögurra liða æfingamóti í París í Frakklandi og sigruðu 32-26

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið leikur ólíkra hálfleikja. Ísland lék við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik þar sem Elliði Snær Viðarsson var að rífa sig lausan á línunni og Ómar Ingi og Gísli voru að finna hann vel. Orri Freyr var frábær í hraðaupphlaupum og á vítalínunni og vörnin stóð vel með Viktor Gísla í flottu formi fyrir aftan þá.

Síðari hálfleikurinn var hins vegar ekki upp á marga fiska. Leikmenn urðu kærulausir í dauðafærunum sínum og hleyptu Slóvenum aftur inn í leikinn. Viktor Gísli stóð sína vakt áfram en við fórum alltof illa með hraðaupphlaup og tækifæri á auðveldum mörkum. Línuspilið var áfram gott sem er gleðiefni í aðdraganda mótsins

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Handkastsins úr leiknum.

Markmenn:
Viktor Gísli Hallgrímsson - 8
Björgvin Páll Gústavsson - spilaði ekki

Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson - spilaði lítið
Arnar Freyr Arnarsson - 7
Bjarki Már Elísson - 7
Einar Þorsteinn Ólafsson - 7
Elliði Snær Viðarsson - 7
Elvar Örn Jónsson - 7
Gísli Þorgeir Kristjánsson - 7
Haukur Þrastarsson - spilaði lítið
Janus Daði Smárason - 7
Orri Freyr Þorkelsson - 9
Óðinn Þór Ríkharðsson - 6
Ómar Ingi Magnússon - 7
Teitur Örn Einarsson - 7
Viggó Kristjánsson - 7
Ýmir Örn Gíslason - 7

Viðmið:
10 - Óaðfinnanleg frammistaða
9 - Frábær frammistaða
8 - Mjög góður
7 - Góður
6 - Ágætur
5 - Þokkalegur
4 - Lélegur
3 - Mjög lélegur
2 - Arfa slakur
1 - Óboðleg frammistaða

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 73
Scroll to Top