Einkunnir Íslands: Aukaleikararnir verða að gera betur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Íslenska landsliðið (INA FASSBENDER / AFP)

Ísland mætti Frakklandi í síðasta æfingarleik liðsins áður en átökin í Svíþjóð hefjast í dag.

Leikurinn var keimlíkur fyrri leik liðsins þar sem fyrri hálfleikurinn var góður en Ísland leiddi í hálfleik 16-14. Margir leikmenn fengu að spreyta sig í dag en það verður að segjast að þeir leikmenn sem eiga að koma inná og leysa stórstjörnur okkar af hafi ekki sýnt sinn besta leik í dag.

Alltof mikið var um tæknifeila hjá landsliðinu í síðari hálfleik og var okkur refsað trekk í trekk af heimsklassaliði Frakka eftir þau mistök. Björgvin Páll stóð í marki Íslands allan leikinn og sýndi góða spretti.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Handkastsins úr leiknum.

Markmenn:
Viktor Gísli Hallgrímsson - spilaði ekki
Björgvin Páll Gústavsson - 7

Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson - spilaði ekki
Arnar Freyr Arnarsson - 6
Bjarki Már Elísson - 8
Einar Þorsteinn Ólafsson - spilaði ekki
Elliði Snær Viðarsson - 6
Elvar Örn Jónsson - 7
Gísli Þorgeir Kristjánsson - 6
Haukur Þrastarsson -5
Janus Daði Smárason - 5
Orri Freyr Þorkelsson - 7
Óðinn Þór Ríkharðsson - 8
Ómar Ingi Magnússon - 7
Teitur Örn Einarsson - 5
Viggó Kristjánsson - 4
Ýmir Örn Gíslason - 5

Viðmið:
10 - Óaðfinnanleg frammistaða
9 - Frábær frammistaða
8 - Mjög góður
7 - Góður
6 - Ágætur
5 - Þokkalegur
4 - Lélegur
3 - Mjög lélegur
2 - Arfa slakur
1 - Óboðleg frammistaða

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 67
Scroll to Top