Örn Ingi og Andrés taka við kvennaliði Aftureldingar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Örn Ingi og Andrés ((Handknattleiksdeild Aftureldingar)

Afturelding tilkynnti í kvöld ráðningu á Erni Inga Bjarkasyni og Andrési Gunnlaugssyni sem sameiginlegum þjálfurum hjá meistaraflokk kvenna. Báðir skrifuðu þeir undir tveggja ára samning.

Afturelding hefur verið án þjálfara síðan Jón Brynjar Björnsson sagði starfi sínu lausu vegna flutninga erlendis.

Örn Ingi var aðstoðarþjálfari Jóns í fyrra en Andrés kemur frá Berserkjum og Víkingi og mun koma með mikla reynslu inn í þjálfarateymið.

„Ég er þakklátur stjórninni fyrir að hafa fengið svona reynslumikinn þjálfara eins og Andrés til liðs við okkur en hann mun hjálpa okkar unga hóp að verða ennþá betri. Þetta verður spennandi og skemmtilegur vetur“ sagði Örn Ingi eftir að ráðning hans var tilkynnt.

„Ég er mjög ánægður að vera kominn til starfa hjá Aftureldingu og hlakka til að vinna með Erni Inga,liðinu og stjórn“ sagði Andrés við sama tilefni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 16
Scroll to Top