Bræður berjast hjá Val
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Daníel Örn Guðmundsson ((Baldur Þorgilsson)

Úlfar Páll Monsi Þórðarson hélt í atvinnumennsku eftir frábært tímabil hjá Val á síðustu leiktíð. Monsi eins og hann er oftast kallaður mun leika með HC Alkaloid í Norður Makedónínu næsta vetur.

Þetta mun því skapa pláss fyrir nýja leikmenn í vinsta horninu hjá Val á næstu leiktíð. Andri Finnsson sem er að upplagi línumaður hafði verið að leysa Monsa af í horninu.

Valsmenn hafa verið þekktir fyrir að búa til frábæra handboltamenn undanfarin ár og það verður því að teljast líklegt að bræðrum verði treyst fyrir vinstri hornastöðunni hjá Val á næsta tímabili.

Daníel Örn Guðmundsson sem hefur verið hluti af 2004 landsliðinu er líklegur kandídat í að leysa hornið af. Daníel hefur verið í kringum meistraraflokkshóp og var einmitt á skýrslu í öllum leikjum liðsins á síðasta tímabili.

Yngri bróðir hans Kári Steinn Guðmundsson er einnig mikið efni, fæddur árið 2008 og hefur verið í yngri landsliðum Íslands.

Báðir gera þeir tilkall í vinstra hornið hjá Val í vetur og verður gaman að fylgjast með þeim bræðrum berjast um stöðuna hjá nýráðum þjálfara Vals, Ágústi Jóhannssyni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 45
Scroll to Top