Missir af upphafi tímabilsins vegna meiðsla
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gunnar Dan Hlynsson (Eyjólfur Garðarsson)

Meiðslalistinn hjá HK er í lengri kantinum um þessar mundir en fyrr í þessari viku hefur Handkastið greint frá meiðslum þeirra Jovans Kukobat, Brynjars Vignis Sigurjónssonar og Arons Dags Pálssonar sem missa allir af upphafi mótsins hjá HK í Olís-deild karla.

Gunnar Dan Hlynsson er einnig á meiðslalistanum en hann hefur ekkert leikið með HK í æfingaleikjum liðsins hingað til á undirbúningstímabilinu. Hann glímir við meiðsli í liðþófa. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

,,Ég varð fyrir þessum meiðslum þegar við byrjuðum að æfa aftur eftir sumarfríið. Ég er með skemmd í liðþófa og er núna einungis að biða eftir að komast í speglun. Læknarnir gera ráð fyrir því að ég verði síðan frá æfingum í 4-6 vikur eftir aðgerð," sagði Gunnar í samtali við Handkastið.

Gunnar gekk í raðir HK fyrr í sumar frá Gróttu en hann er uppalinn hjá Haukum. Sumarið 2022 sleit Gunnar Dan krossband á undirbúningstímabilinu með Haukum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 24
Scroll to Top