Sækir Valur þrennuna? ((Baldur Þorgilsson)
Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum. Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni. Í dag er 17 dagar þangað til Olís-deild kvenna hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið Val. Deildar- Íslands- og Evrópubikarmeistarar Vals mæta til leiks með nýjan þjálfara í brúnni og töluvert breytt lið. Liðið tapaði í undanúrslitum bikarsins í fyrra sem voru mikil vonbrigði en liðið var þá undir miklu leikjaálagi í Evrópubikarnum og í deildinni. Þjálfarinn: Breytingar: Fylgist með: Framtíðin: Sjá einnig:
Anton Rúnarsson hefur fengið lyklana af liðinu sem Ágúst Þór Jóhannsson hefur sérhannað síðustu ár. Fyrsta meistaraflokksstarf Antons sem verður athyglisvert að fylgjast með. Það er ekkert svigrúm fyrir byrjendamistök þegar þú þjálfar kvennalið Vals.
Valsliðið hefur ekki bætt við sig einum leikmanni en á sama tíma hafa reynslu miklir leikmenn lagt skóna á hilluna og þá hefur landsliðskonan Elín Rósa Magnúsdóttir farið út í atvinnumennsku. Reynslu miklir leikmenn á borð við Auði Ester og Mariam Eradze koma aftur inn í hópinn eftir meiðsli og barnsburð.
Lykilmenn:
Hafdís Renötudóttir, Thea Imani Sturludóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir
Arna Karítas Eiríksdóttir hefur fengið að snerta á meistaraflokksbolta síðustu tvö tímabil en tækifærin gætu orðið meiri á þessu tímabili í kjölfar þess að Elín Rósa Magnúsdóttir hefur yfirgefið liðið. Lítil, snögg og með frábæra fintu sem getur gert varnarmönnum andstæðinganna lífið leitt.
Laufey Helga Óskarsdóttir - Fékk tækifæri í síðasta deildarleik liðsins á síðustu leiktíð. Fædd árið 2009 og yngri systir bræðranna Benedikts Gunnars Óskarssonar og Arnórs Snæs Óskarssonar. Eitt mesta efni í Evrópu en hún var meðal markahæstu leikmanna á EM U17 sem fram fór í sumar.
Við hverju má búast:
Þegar kvennalið Vals er annarsvegar er ekki gert ráð fyrir neinu öðru en toppbarátta og titlasöfnun. Þrátt fyrir að reynslu miklir leikmenn hafi sagt skilið við boltann þá er liðið gríðarlega vel mannað eins eru reynslu miklir leikmenn að koma til baka eftir meiðsli og barneignir. Mariam og Elísa mynda besta hafsentapar deildarinnar og Hafdís fyrir aftan. Handkastið veltir fyrir sér hvernig ætla liðin að skora á Val? Valsliðið ætti að setja stefnuna á þrennuna sem þær misstu af á síðustu leiktíð.
Umfjöllun um karlalið Fram
Umfjöllun um kvennalið Hauka
Umfjöllun um karlalið Stjörnunnar
Umfjöllun um karlalið FH
Umfjöllun um karlalið Hauka
Umfjöllun um karlalið HK
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.