Beislar nýr þjálfari Fram landsliðsþjálfarann niður?
(Kristinn Steinn Traustason)

Alfa Brá Hagalín ((Kristinn Steinn Traustason)

Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum.

Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni.

Í dag er 15 dagar þangað til Olís-deild kvenna hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið Fram.

Fram liðið fór í bikarúrslit á síðustu leiktíð en þurftu að sætta sig við tap gegn Haukum í leik þar sem liðið náði sér aldrei almennilega á strik. Liðið var stöðugt í deildarkeppninni og endaði í 2.sæti einungis tveimur stigum á eftir stjörnuprýddu liði Vals. Vonbrigðin leyndu sér ekki í úrslitakeppninni þar sem liðinu var sópað út af Haukum. Nú tekur við nýtt tímabil með nýjum leikmönnum og nýjum þjálfara.

Þjálfarinn:
Haraldur Þorvarðarson tók við liðinu í sumar eftir að Rakel Dögg Bragadóttir og Arnar Pétursson stýrðu liðinu á síðustu leiktíð. Arnar Pétursson er ennþá í þjálfarateyminu með Haraldi en spurningin er hvort hann verði með jafn veigamikið hlutverk eins og á síðustu leiktíð eða mun Haraldur beisla hann niður?

Breytingar:
Hvar á maður að byrja? Liðin hefur nánast misst heilt byrjunarlið frá síðustu leiktíð og engar smá kanónur. Algjörlega gjörbreytt lið frá því í fyrra.

Lykilmenn:
Alfa Brá Hagalín, Kristrún Steinþórsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir

Fylgist með:
Ethel Gyða Bjarnasen fær nú lyklana af marki Fram eftir að Darija Zecevic hafi staðið vaktina meira og minna í marki Fram á síðustu leiktíð. Ethel Gyða er af mörgum talin ein efnilegasti markvörður landsins en þarf nú að stíga stórt skref á ferlinum til að fylla það skarð sem Darija skilur eftir sig.

Framtíðin:
Arna Sif Jónsdóttir var fengin til liðsins frá Val og á að mynda markvarðarpar með Etheli Gyðu. Það verður stórt verkefni fyrir hina 16 ára Örnu Sif sem hefur litla sem enga meistaraflokksreynslu. Mikil ábyrgð sett í hendurnar á ungum en þrælefnilegum leikmanni sem hefur sankað að sér bæði liðs- og einstaklingsverðlaunum í yngri flokkum með Val síðustu ár.

Við hverju má búast:
Það er nánast óútreiknanlegt að spá fyrir um það hvað Haraldur Þorvarðarson ætlar að bjóða uppá. Það er ekkert launungarmál að Fram mætir til leiks gjörbreytt lið en hæfileikarnir eru til staðar. Liðið endaði einungis tveimur stigum á eftir Val í fyrra og allt annað en toppbarátta yrði vonbrigði í Úlfarsárdalnum. Það gæti þó tekið tíma fyrir þjálfarateymið að ná að slípa saman liðin og hvert stig í deildinni telur.

Sjá einnig:
Umfjöllun um karlalið Aftureldingar
Umfjöllun um kvennalið Vals
Umfjöllun um karlalið Fram
Umfjöllun um kvennalið Hauka
Umfjöllun um karlalið Stjörnunnar
Umfjöllun um karlalið FH
Umfjöllun um karlalið Hauka
Umfjöllun um karlalið HK

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top