Glímir ÍR við “second season syndrome” í vetur?
Eyjólfur Garðarsson)

Baldur Fritz Bjarnason (Eyjólfur Garðarsson)

Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum.

Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni.

Í dag er 9 dagar þangað til Olís-deild karla hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið ÍR.

Sem nýliðar í Olís-deildinni gerðu ÍR-ingar vel í fyrra og náðu að bjarga sér frá falli og gott betur en það því liðið slapp einnig við umspilið. Liðinu gekk illa að styrkja leikmannahópinn fyrir síðustu leiktíð en hafa nú sótt leikmenn úr öðrum liðum sem ættu að styrkja leikmannahópinn og breiddina. Eins voru ungir leikmenn liðsins í fyrra sem glímdu við meiðsli sem vonandi fá stærra hlutverk í vetur.

Þjálfarinn:
Bjarni Fritzson hefur stýrt ÍR-liðinu undanfarin ár og þekkir strákana í liðinu jafnvel betur en foreldrar þeirra enda þjálfaði hann megnið af þessum drengjum einnig í yngri flokkum.

Breytingar:
Litlar breytingar hafa orðið á liði ÍR frá síðustu leiktíð. Þrír leikmenn inn og fimm leikmenn farið sem allir voru í litlu hlutverki á síðustu leiktíð. Hrannar Ingi Jóhannsson er samningslaus en hann er eini leikmaður ÍR sem var í stóru hlutverki í fyrra sem verður líklega ekki áfram.

Lykilmenn:
Baldur Fritz Bjarnason -  Elvar Otri Hjálmarsson - Bernard Darkouh

Fylgist með:
Baldur Fritz Bjarnason - Var langmarkahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Var ekki valinn í U19 ára landslið Íslands og hafði því allt sumarið til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. 

Framtíðin:
Patrekur Smári Arnarsson stór og stæðilegur varnar- og línumaður sem er fæddur árið 2008. Lykilmaður í varníarleik 2008 landsliðsins sem vann til gullverðlauna á Ólympíuhátíð æskunnar í sumar. Fékk tækifæri með ÍR-liðinu á síðustu leiktíð og gæti fengið enn stærra og veigameira hlutverk með liðinu í vetur.

Við hverju má búast:
ÍR heldur án efa áfram að byggja sinn leik upp á miklum hraða. Líklegt er Bjarni reyni að koma á varnarleik sem var í undanhaldi á síðustu leiktíð. Óðinn Heiðmarsson verður sennilega lykilmaður í því verkefni að binda saman vörnina. Oft er talað um “Second season syndrome” og það gæti átt við um ÍR liðið í ár haldi þeir ekki haus og verði rétt skrúfaðir frá fyrsta leik.

Sjá einnig:

Umfjöllun um karlalið Vals
Umfjöllun um kvennalið Stjörnunnar
Umfjöllun um kvennalið Fram
Umfjöllun um karlalið Aftureldingar
Umfjöllun um kvennalið Vals
Umfjöllun um karlalið Fram
Umfjöllun um kvennalið Hauka
Umfjöllun um karlalið Stjörnunnar
Umfjöllun um karlalið FH
Umfjöllun um karlalið Hauka
Umfjöllun um karlalið HK

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top