Eru bjartari tímar framundan hjá KA?
Egill Bjarni Friðjónsson)

Svífur Bjarni Ófeigur á vellinum í vetur? (Egill Bjarni Friðjónsson)

Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum.

Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni.

Í dag er 6 dagar þangað til Olís-deild karla hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið KA.

Tímabilið fyrir norðan í fyrra voru mikil vonbrigði. Liðið endaði í 9.sæti deildarinnar og var lengi vel í bullandi fallbaráttu. Fimm sigrar liðsins í fyrra af sex talsins voru gegn liðunum í 10.-12. sæti en auk þess unnu þeir HK einu sinni sem endaði í 8.sæti deildarinnar. Liðið sótti einungis fjögur stig á útivelli og komust aldrei á neitt flug. Liðið sendi um jólin erlendan línumann heim og maðurinn sem átti að bera liðið uppi, Bjarni Ófeigur Valdimarsson glímdi við meiðsli nær allt tímabilið.

Þjálfarinn:
Andri Snær Stefánsson tók við liðinu um mitt sumar en KA var lengi vel þjálfaralaust. Andri Snær var aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð en Halldór Stefán Haraldsson fékk stígvélið. Andri Snær er glerharður KA-maður og mögulega það eina sem þurfti inn í hópinn.

Breytingar:
KA hefur hreinsað út útlendingana frá síðustu leiktíð, félagið seldi Dag Árna Heimisson til Vals á metfé. Félagið  var lengi að þjálfaralaust og því komu nýir leikmenn seint til félagsins í sumar. Þegar upp er staðið hefur KA gert ágætlega á leikmannamarkaðnum úr því sem komið var. Heimamenn hafa snúið heim og tveir erlendir örvhentir leikmenn hafa verið sóttir.

Lykilmenn:
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, Einar Rafn Eiðsson, Bruno Bernat

Fylgist með:
Logi Gautason vinstri hornamaður og yngri bróðir Dags Gautasonar. Hefur fengið fleiri og fleiri tækifæri með KA að undanförnu og gæti orðið þeim mikilvægur í markaskorun nái liðið upp góðri vörn og hraðarupphlaupum en þar er Logi stórhættulegur.

Framtíðin:
Aron Daði Stefánsson ungur og efnilegur leikstjórnandi sem gæti fengið stærra hlutverk í liði KA í vetur. Flinkur og útsjónarsamur leikmaður sem hefur margt til að brunns að bera. Aron Daði hefur litla reynslu úr Olís-deildinni en ef allt smellur gæti hann hjálpað KA-liðinu í þeirri baráttu sem framundan er. Hætti í handbolta í tvö ár og ætlaði sér að verða knattspyrnumaður. Hefur snúið sér að Þjóðaríþróttinni á nýjan leik.

Við hverju má búast: 
KA komst ekki í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð sem var mikið reiðarslag fyrir félagið sem lét þjálfarann fara. Liðið er á ákveðnum tímamótum þar sem liðið getur hæglega keppt um sæti í úrslitakeppninni en á sama tíma er alveg hægt að sjá þá fyrir sér í brasi. Liðið þarf að hafa miklu meiri trú á verkefnið heldur en í fyrra sem sýndi sig í því að liðið vann ekki einn leik gegn liðunum í 1.-7.sæti deildarinnar. Heimavöllurinn þarf að gefa þeim fleiri stig og liðið má ekki við meiðslum lykilmanna.

Sjá einnig:

Umfjöllun um karlalið Selfoss
Umfjöllun um kvennalið ÍBV
Umfjöllun um karlalið ÍR
Umfjöllun um karlalið Vals
Umfjöllun um kvennalið Stjörnunnar
Umfjöllun um kvennalið Fram
Umfjöllun um karlalið Aftureldingar
Umfjöllun um kvennalið Vals
Umfjöllun um karlalið Fram
Umfjöllun um kvennalið Hauka
Umfjöllun um karlalið Stjörnunnar
Umfjöllun um karlalið FH
Umfjöllun um karlalið Hauka
Umfjöllun um karlalið HK

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top