Hrannar Guðmundsson (Sævar Jónasson)
Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður með 26-26 jafnteflið sem Stjarnan náði í fyrri leik liðsins gegn CS Minaur Baia Mare um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildinnar í handbolta. „Það var þvílík stemmning í strákunum, vorum sérstaklega flottir varnarlega og sóknarlega mjög agaðir.“ Stjarnan komst 4 mörkum yfir í síðari hálfleik en Baia Mare saxaði jafnt og þétt á forskotið og náði Stjarnan að jafna leikinn þegar 15 sekúndur voru eftir og var Hrannar gífurlega ánægður að ná að halda heimamönnum í 26 mörkum. „Vörnin okkar í dag var frábær og þeir áttu engin svör við okkur varnarlega.“ Stjarnan missti fyrirliða sinn Tandra Má Konráðsson útaf eftir 10 mínútna leik „Það var mikið högg fyrir okkur að missa Tandra út eftir 10 mínútna leik en ég var hrikalega ánægður með hvernig leikmenn svöruðu því, því það hefði verið skítlett að koðna við að missa fyrirliðann sinn útaf.“ Síðari leikurinn fer fram í Hekluhöllinni eftir viku og telur Hrannar möguleika Stjörnunnar vera góða „Ef við spilum svona leik eins og í dag þá tel ég möguleika okkar vera mikla. Við þurfum að fá góða stuðning heima frá fólkinu okkar og ekki bara Stjönufólki því íslenskur handbolti þarf á þvi að halda að við eigum 2 lið í Evrópukeppninni“.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.