Deildin verður jafnari en oft áður
Egill Bjarni Friðjónsson)

Andri Snær Stefánsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Olís-deild karla fór af stað í gærkvöldi á meðan Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6. september.

Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir Olís-deildirnar og hefur sent sömu sex spurningarnar á alla þjálfara deildarinnar í karla og kvenna flokki.

Nú er komið að því að sjá hvað þjálfari KA í Olís-deild karla Andri Snær Stefánsson hefur að segja.

Ertu ánægð/ur með hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið?

Já ég er nokkuð sáttur með undirbúninginn, við höfum æft vel ásamt því að þjappa hópnum saman. Æfingaleikir hafa verið fínir og við erum á réttri leið með að stilla okkur saman finnst mér. Vissulega höfum við lent í meiðslum sem hafa haft áhrif á undirbúninginn, við þurftum m.a. að hætta við æfingaleik við Gróttu þar sem hópurinn var þunnur hjá okkur. Verst var að missa Ingvar í alvarleg meiðsli en hann sleit krossband og getur þ.a.l. ekki verið með okkur á tímabilinu. En ég tek margt jákvætt út úr síðustu vikum og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir Íslandsmótið næstu daga.

Hvernig metur þú þær mannabreytingar sem hafa orðið á liðinu í sumar?

Það voru nokkrir leikmenn sem við misstum eftir síðasta tímabil. Við höfum fengið nokkra nýja leikmenn til okkar og ég er mjög sáttur við mannskapinn sem við stillum upp með í KA. Uppaldir leikmenn fá stór hlutverk og við viljum það fyrir norðan.

Hverjar telur þú vera helstu áskoranir þínar og liðsins í vetur?

Klárlega að takast á við þau verkefni sem koma upp í hverri viku til að ná þeim stöðugleika sem er mikilvægur í Olís deildinni. Deildin verður klárlega jafnari en oft áður og mikilvægt að ná réttu jafnvægi í leik liðsins.

Hverjar eru væntingar þínar til tímabilsins?

Ég vænti þess að við stöndum saman sem lið og mætum með liðsheild inn í mótið, ég vil jafnframt nýta KA-heimilið vel sem okkar heimavöll.

Ef þú mættir velja þér einn leikmann úr öðru liði í deildinni til að fá í þitt lið - Hver væri það og afhverju?

Það eru virkilega öflugir KA strákar að spila með öðrum liðum í deildinni, væri mjög til í að fá þá í gulan búning á ný. En ég segi Árni Bragi Eyjólfsson, einfaldlega af því að hann blómstrar alltaf í KA-heimilinu.

Hvaða lið telur þú að verði deildarmeistari í vetur?

Tel að Valsarar séu líklegastir.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top