7076 dagar frá því að Oddur Grétars lék í efstu deild með Þór
Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Hafþór Vignisson - Oddur Grétarsson (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

1.umferðin í Olís-deild karla heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum. Í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og HK klukkan 18:30 og klukkan 19:00 taka nýliðar Þórs á móti ÍR-ingum í Höllinni á Akureyri.

Báðir leikir kvöldsins verða í beinni útsendingu í Handboltapassanum.

Leikurinn fyrir norðan verður athyglisverður fyrir leikmenn Þórs en þó sennilega mest fyrir Odd Grétarsson sem gekk í raðir uppeldisfélagsins fyrir síðustu leiktíð og lék með liðinu í Grill66-deildinni þar sem liðið vann deildina að lokum.

Oddur Grétarsson sem er uppalinn í Þór lék síðast með uppeldisfélaginu sínu í efstu deild tímabilið 2005/2006 en árið eftir sameinaðist Þór og KA í sameiginlegt lið Akureyrar. Í kjölfarið fór Oddur Grétarsson í atvinnumennsku þangað til hann kom aftur til Þórs fyrir síðustu leiktíð.

Síðasti leikur Odds með Þór var 22.apríl árið 2006 en þá var Oddur á 16. aldursári, Oddur skoraði eitt mark í tveggja marka tapi gegn Val 30-32 en leikurinn fór fram í Síðuskóla. Arnór Þór Gunnarsson núverandi þjálfari Bergischer var markahæstur í leiknum með níu mörk fyrir Þór.

,,Skrokkurinn er fínn og það er mikil tilhlökkun fyrir leiknum í kvöld. Það er frábær tilfinning að byrja loksins eftir langt frí og það er klárlega farinn að myndast smá fiðringur. Þetta verður veisla," sagði Oddur Grétarsson í samtali við Handkastið.

Oddur segist finna fyrir meiri áhuga á Akureyri fyrir Þjóðaríþróttinni en í fyrra en í fyrsta skipti í langan tíma eru Þór og KA saman í Olís-deildinni og þá er sameiginlegt lið KA/Þórs einnig í Olís-deild kvenna.

,,Það er eðlilega meiri áhugi núna þegar bæði lið eru í efstu deild og loksins fáum við aftur nágrannaslag," sagði Oddur að lokum.

Leikir dagsins í Olís-deild karla:
18:30 ÍBV - HK
19:00 Þór - ÍR

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top