Moldóvinn ekki með Þór í kvöld
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Igor Chiseliov (Þór handbolti)

Samkvæmt heimildum Handkastsins verður Igor Chiseliov 33 ára vinstri skytta frá Moldovíu sem Þórsarar sömdu við á dögunum ekki með Þór í leik kvöldsins gegn ÍR.

Chiseliov er ekki enn kominn með leikheimild og því ekki löglegur í leiknum í kvöld. Þar sem Chiseliov kemur frá Moldovíu þarf hann að fá grænt ljós frá útlendingastofnun en Þórsarar bíða enn eftir grænu ljósi þaðan.

Igor kom til liðsins frá Radovis í Norður-Makedóníu en Igor hefur spilað víðsvegar um heim, meðal annars á Indlandi, Finnlandi og Tyrklandi.

Igor er ætla að styrkja útilínu Þórs fyrir komandi átök í Olísdeildinni sem hefst í næstu viku. Hann mun þó ekki styrkja útilínu Þórs í fyrsta leik liðsins á þessu tímabili gegn ÍR á heimavelli í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19:00 og er í beinni í Handboltapassanum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 25
Scroll to Top