Gerist ekki meira svekkjandi
Sævar Jónsson

Hrannar Guðmundsson Stjarnan (Sævar Jónasson)

Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur eftir að hafa fallið úr keppni í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir tap í vítakastkeppni gegn Baia Mare en báðum leikjunum í einvíginu lauk með jafntefli.

„Já þetta gerist ekki meira svekkjandi og vitandi það að þetta hefði dugað með gömlu reglunum“

Sóknarleikur Stjörnunnar var brösóttur í dag en góður varnarleikur og markvarsla hélt þeim inní þessu. „Sóknarleikurinn okkar var helvítið stirður en vörnin var frábær og þeir gátu varla skorað mark í seinni hálfleik til að bjarga lífi sínu.“

Það var frábæranlega mætt í Hekluhöllina í dag af Stjörnufólki og var Hrannar gífurlega ánægður með stuðninginn sem liðið fékk í dag og fannst hrikalega súrt að ná ekki að launa þeim það til baka með sigri.

Sigurður Dan Óskarsson kom frábærlega inn í leikinn eftir að Adam Thorstensen hafði ekki fundið sig „Adam er búinn að vera í smá basli með hausinn á sér eftir að hann skot í hann úti í Rúmeníu og var ekki heitur í dag og ég treysti Sigga fullkomlega í þetta verkefni.“

Allt viðtalið má sjá hér að neðan:

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top