grill66-deildin-hvitt.png ((Kristinn Steinn Traustason)
Heil umferð fór fram í Grill 66 deild karla í dag. Samtals sex leikir. Óhætt er að segja að deildin fari vel af stað. Víkingar sigruðu Val 2 sannfærandi 17-33 á Hlíðarenda eftir að hafa verið yfir í hálfleik 8-13. Ísak Óli Eggertsson var markahæstur hjá Víking með 6 mörk en hjá Val 2 var það Logi Finnsson með 7 mörk. Athygli vakti að Snorri Steinn Guðjónsson var í starfsliði Vals 2 á bekknum í dag. Á Ásvöllum mættust Haukar 2 og Hvíti Riddarinn og fór það svo að Hvíti Riddarinn vann leikinn 29-34 eftir að staðan hafi verið 10-14 í hálfleik. Helgi Marinó Kristófersson var markahæstur með 9 mörk hjá Haukum 2 og hjá Hvíta Riddaranum var það Aron Valur Gunnlaugsson sem var markahæstur með 8 mörk. Í Kaplakrika mættust ÍH og Fram 2 og fóru leikar þannig að Fram 2 sigruðu 28-29 eftir að staðan hafi verið í hálfleik 14-11 fyrir ÍH. Markahæstur hjá ÍH var Ómar Darri Sigurgeirsson með 9 mörk og hjá Fram 2 var það Alex Unnar Hallgrímsson með 7 mörk. Á Seltjarnarnesi mættust Grótta og Hörður og unnu Gróttu menn 37-31 eftir að staðan hafi verið 19-16 í hálfleik. Antoine Óskar Pantano og Bessi Teitsson með 8 mörk en Jose Esteves Neto með 8 mörk hjá Herði. Í Vestmannaeyjum mættust HBH og HK 2. Fór það svo að leikurinn endaði 28-24 fyrir HBH. 14-9 í hálfleik fyrir HBH. Ívar Bessi Viðarsson með 9 mörk hjá HBH og hjá HK 2 voru það þeir Styrmir Sigurðarson og Örn Alexandersson með 7 mörk hvor. Loks fór svo fram leikur Selfoss 2 og Fjölnis. Endaði hann 32-29 fyrir Selfoss. Í hálfleik var 19-16 fyrir Selfoss. Ragnar Hilmarsson var með 10 mörk fyrir Selfoss og Darri Guðnason með 6 mörk fyrir Fjölni. Úrslit dagsins:
ÍH - Fram 2 28-29
Haukar 2 - Hvíti Riddarinn 29-34
Grótta - Hörður 37-31
HBH - HK 2 28-24
Selfoss 2 - Fjölnir 32-29
Valur 2 - Víkingur 17-33
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.